KENNSLA

Ég býð bæði upp á einkakennslu og golfnámskeið fyrir hópa á öllum getustigum.

Einkakennsla

Ég býð upp á einkakennslu fyrir kylfinga á öllum getustigum. Hver kennslustund er 45 mínútur og geta verið  tveir nemendur í tímanum einu. Tilvalið fyrir hjón/pör eða vini og vinkonur. Ég býð einnig upp á klippikort og gjafabréf á mjög góðum verðum.


Hægt er að bóka tíma í kennslu eða kaupa klippikort/gjafabréf með því að ýta á hnappinn fyrir neðan.

Bóka tíma

Hóptímar

Ég býð einnig upp á hópþjálfun í golfi fyrir 3-4 nemendur. Hver tími er 60 mín. og er hægt að bóka með því að ýta á hnappinn fyrir neðan. Ef óskað er eftir fleiri en einum tíma, er hægt að hafa samband og fá tilboð.

Bóka tíma